Fréttir

Vatnslaust á Seyðisfirði

Uppfært kl. 22.22: Viðgerð er við það að ljóka og ætti vatn að fara að flæða til notenda hvað af hverju. Vegna rofs á lögn varð vatnslaust á Seyðisfyrði fyrir stundu. Búið er að staðsetja bilunina og unnið er að næstu skrefum.

Bygging hreinsistöðvar fráveitu á Egilsstöðum

Hreinsistöð fráveitu á Melshorni. HEF veitur ehf. óska eftir tilboðum í verkið „Hreinsistöð fráveitu á Melshorni“. Verkið felst í jarðvinnu og byggingu tveggja hæða steinsteyptrar byggingar, 160 fermetrar að grunnfleti. Steyptar söfnunarþrær neðan jarðar eru hluti af verkinu. Byggingunni skal lokað með léttbyggðum þakeiningum, gluggum og hurðum. Loftræstibúnaður, húslagnir, innanhússfrágangur og innréttingar eru hluti af verkinu.

Viltu bætast í starfsmannahóp HEF veitna?

HEF veitur óskar eftir að ráða starfsfólk á starfsstöðvar okkar á Seyðisfirði og í Fellabæ Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2025. Umsókn fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf með ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öll áhugasöm, óháð kyni, eru hvött til að sækja um. Nánari upplýsingar um störfin veitir framkvæmdastjóri, (ath@hef.is) – s. 8624180. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningum loknum.

Uppfært. - Vatn er komiði á aftur - Kaldavatnslaust í Hluta Selás

Vegna tengivinnu er kaldavatnslaust í hluta Selás á Egilsstöðum.

Hreinsun rotþróa í Múlaþingi - Skriðdalur

Áætlað er að hreinsa rotþrær í Skriðdal á næstu dögum. HEF veitur standa fyrir losun á 3ja ára fresti. Þessi losun gjaldfærist samkvæmt gjaldskrá HEF veitna. Komi til þess að hreinsa þurfi rotþrær utan reglulegar hreinsunar ber viðkomandi kostnað af henni.

Rannsóknarborun á Djúpavogi lokið í bili

Borbræður luku nýverið við borun á tveimur rannsóknarholum á jarðhitasvæðinu við Djúpavog. Næsta skref er að fá ÍSOR til okkar að mæla holurnar og uppfæra þrívíddarlíkanið af svæðinu.

Uppfært: Borbræður halda áfram leit að heitu vatni við Djúpavog

Borun seinni holunnar gengur vel og stefnirhún með hraðbyr í 250 metra.

Heitavatnslaust á Seyðisfirði 10. febrúar

Heitavatnslaust verður á Seyðisfirði þann 10. febrúar 2025 frá kl. 9:00 til kl. 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið.

Uppfært - Grugg í vatni á Djúpavogi - Sýni í lagi

Gruggs varð vart í neysluvatni á Djúpavogi á laugardaginn í miklu leysinga og vatnsveðri. Sýnataka gefur til kynna að óhætt sé að drekka vatnið.

HEF veitur taka við fjarvarmaveitunni á Seyðisfirði

Frá og með 1. janúar síðastliðnum flyst fjarvarmaveitan á Seyðisfirði, sem RARIK hefur sinnt um áratuga skeið, yfir til HEF veitna. Með nýjum raforkusamningi hefur veitunni nú verið tryggð orka og mun olíubrennsla til kyndingar á henni nánast heyra sögunni til.