Fréttir

HEF veitur taka við fjarvarmaveitunni á Seyðisfirði

Frá og með 1. janúar síðastliðnum flyst fjarvarmaveitan á Seyðisfirði, sem RARIK hefur sinnt um áratuga skeið, yfir til HEF veitna. Með nýjum raforkusamningi hefur veitunni nú verið tryggð orka og mun olíubrennsla til kyndingar á henni nánast heyra sögunni til.

Borbræður halda áfram leit að heitu vatni við Djúpavog

Borbræður komu bornum Bláma fyrir á borplani á jarðhitasvæðinu við Djúpavog fyrir helgi og undirbúa borun á tveimur rannsóknarholum á svæðinu. Stefnt er á að þær verði um 200 m og 400 m djúpar.

Grugg í vatni á Djúpavogi - ekki hægt að ábyrgjast öryggi vatnsins

Gruggs varð vart í neysluvatni á Djúpavogi á laugardaginn í miklu leysinga og vatnsveðri. Þegar gruggs verður vart er ljóst að virkni gegnumlýsingartækisins getur skerst og neysluvatn kann að verða óöruggt til drykkjar. Því er ekki hægt að ábyrgjast öryggi neysluvatnsins og suða eina leiðin til að tryggja það. 

Grugg í vatni á Djúpavogi

Í leysingum undanfarna daga hefur orðið vart við grugg í drykkjarvatni á Djúpavogi. Gera má ráð fyrir áframhaldandi gruggi á meðan leysingar standa yfir en vatnsbólið verður skoðað um leið og aðstæður leyfa