Fréttir

Heitavatnslaust í hluta Egilsstaða

Vegna bilunar er heitavatnslaust Báskógum, Dynskógum, Hléskógum og hluta Ársskóga.

Jarðhitalíkan frá Djúpavogi

HEF veitur óskuðu eftir þjónustu Íslenskra Orkurannsókna (ÍSOR) á vormánuðum með mælingar á borholum á jarðhitasvæðinu við Djúpavog. Í kjölfarið var ákveðið að fá ÍSOR til að gera þrívíddarlíkan úr þessum nýfengnu mælingum ásamt öllum öðrum mælingum sem HEF bjó yfir úr holum í nágrenninu. Nú hefur ÍSOR lokið við gerð þessa líkans og við komin með það í hendurnar.

Engin mengun lengur á Borgarfirði Eystra

Sýnatökur sem Heilbrigðiseftirlitið (HAUST) tók á Borgarfirði nú fyrir helgi komu vel út og því þarf ekki lengur að sjóða drykkjarvatn. HEF veitur þakkar Borgfirðingum fyrir sýnda þolinmæði.

uppfært 4.9 - Mengun í neysluvatni á Borgarfiriði

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni kom í ljós að neysluvatnið á Borgarfirði eystra er örverumengað. Um er að ræða saurgerla og E. coli, sem gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða, þvotta og matargerðar s.s. til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð.

Vatnslaust í hluta Seyðisfjarðar á fimmtudag.

Vegna vinnu við stofnlögn þarf að loka fyrir vatn í hluta Hafnargötu og Strandarvegi á morgun fimmtudag. Gert er ráð fyrir að vinnan verði framkvæmd frá kl. 10 og fram eftir degi.

- Viðgerð er lokið - Vatnslaust í hluta þéttbýlisins á Seyðisfyrði

- Viðgerð er lokið - Vegna bilunar er vatnslaust í hluta þéttbýlisins á Seyðisfyrði (Sjá mynd) Starfsmenn HEF veitna eru að vinna að viðgerð. Fréttin verður uppfærð þegar viðgerð er lokið.

Áformuð er breyting á stofnleið ljósleiðara á Efri Jökuldal.

Áætlað er að sambandslaust verði við ljósleiðara á Efri Jökuldal 3. september frá kl. 10:00. Þá er viðbúið að sambandslaust verði á öllum tengingum, þmt. farsímasendi á Háurð. Áætlað er að vinnan taki um tvær klukkustundir.

uppfært 29.8 15:35 - Ekki nauðsynlegt að sjóða drykkjarvatn

Ekki naðusynlegt að sjóða drykkjarvatn. Vart hefur orðið við óhreynindi í vatnsbólinu á Hallormsstað. Starfsmenn HEF veitna eru að kanna aðstæður og ákveða næstu skref.

Hreinsun rotþróa í Fellum

Vinna við hreinsun rotþróa í Fellum er hafin og gera má ráð fyrir því að hún standi út næstu viku (12-16. ágúst). Regluleg hreinsun fer fram þriðja hvert ár og er þjónustan innifalin í rotþróargjöldum sem byggja á fráveitusamþykkt Múlaþings.

LOKIÐ - Viðgerð á vatnslögn í Laugavöllum

Vegna bilunar á vatnslögn verða truflanir á afhendingu á köldu vatni í innri hluta Laugavalla. Unnið er að viðgerð en ekki er vitað hversu langan tíma hún tekur.