Fréttir

Enn mengun við Strandarveg á Seyðisfirði

Enn mælist mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði eftir sýnatöku sl. föstudag. Notendur í húsum við Strandarveg þurfa því enn að sjóða vatnið. Pípari hefur farið yfir hitakúta á svæðinu en notendum er bent á að hafa samband við HEF veitur ef þeir telja sig þurfa frekari ráðleggingar.

Uppfært kl 12.15 - Mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur staðfest mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði. Íbúar og starfsfólk fyrirtækja er beðið um að sjóða neysluvatn.

Staðbundin mengun í neysluvatnskerfi Seyðisfjarðar

Mengun barst inn í neysluvatnskerfið á Seyðisfirði. Talið er að mengunin sé bundin við Strandarveg.   Að tilmælum Heilbrigðiseftirlitsins skulu íbúar og eigendur atvinnuhúsnæðis á Strandarvegi sjóða allt neysluvatn þar til staðfest hefur verið að mengun sé ekki lengur í vatninu.

Neysluvatnsöflun í eyrar Búlandsár

Borun tveggja tilraunahola til neysluvatnsöflunar í eyrar Búlandsár lauk í síðustu viku og er ekki annað að sjá en að útkoman sé góð.

Tæming rotþróa í Múlaþingi

Áætlað er að tæma rotþrær í Jökuldal, Jökulsárhlíð, Möðrudal og Fellum á næstu mánuðum. HEF veitur standa fyrir losun á 3ja ára fresti, komi til þess að losa þurfi rotþrær utan þess tíma ber viðkomandi allan kostnað af því en þessi losun verður samkvæmt gjaldskrá HEF veitna.

Ársfundur Samorku í Hörpu

Ársfundur Samorku, sem HEF veitur er aðili að, var haldinn þann 20. mars í Norðurljósum, Hörpu.  Fundurinn í ár bar yfirskriftina Ómissandi innviðir og var kastljósinu beint að virði orku- og veituinnviða fyrir heimilin, fyrir atvinnulífið og fyrir efnahagslífið meðal annars.

Borun við Djúpavog

Jarðborinn Trölli frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða (Ræktó) hefur á síðustu vikum og mánuðum borað eftir heitu vatni við Djúpavog. Nú er þessari borun lokið og umfjöllun lokið en hér var fjallað um gang mála.

Útboð Langitangi - Fráveita

HEF veitur óska eftir tilboðum í verkið Langitangi - Fráveita. Verkið felst í lagningu dælulagnar fyrir fráveitu úr Vogalandi austur fyrir Langatanga á Djúpavogi. Einnig uppsetning á dælubrunni, hreinsistöð og útrás í sjó.

Ekki þarf lengur að sjóða neysluvatn á Seyðisfirði

Nýjustu niðurstöður sýnatöku sýna að engin mengun er lengur í vatnsveitu Seyðisfjarðar.  Íbúar þurfa því ekki lengur að sjóða vatn til neyslu.HEF veitur þakka íbúum fyrir sýnda þolinmæði.  Nú verður farið yfi...

Uppfært - Sjóða þarf vatn á Seyðisfirði

 Uppfært - 09.02.2024Ekki þarf lengur að sjóða neysluvatn.  Samkvæmt nýjustu sýnum frá Heilbrygðisteftirliti Austurlands (HAUST) Þá mælist engin gerlamengun lengur í neysluvatni á Seyðisfirði. Uppfært -  8.2....